hádegismatur fyrirtækja
Um þjónustunaÁnægja meðal starfsfólks er mikilvæg fyrir öll fyrirtæki. Að borða hollan og góðan hádegismat í vinnunni eykur vellíðan og vinnusemi allra starfsmanna.
Það er einmitt það sem við bjóðum upp á. Með matnum frá hjá höllu fá starfsmennirnir hollan, næringarríkan og auðvitað einstaklega góðan mat sem unninn er frá grunni, án viðbættra aukaefna og sykurs.
Fyrirtækjaþjónusta okkar byrjaði árið 2013 og hefur vaxið hratt og örugglega síðan þá. Í dag matreiðum við hádegismat fyrir fjölda ánægðra fyrirtækja á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Við sendum frítt fyrir fyrirtæki og hópa með yfir 10 manns, annars rukkum við 3.500 kr. í sendingarkostnað.
Hægt er að fara tvær leiðir í fyrirtækjaþjónustunni. Annars vegar er hægt að fá hádegismat í einstaklingsbökkum og hinsvegar í stórum einingum þar sem starfsmenn skammta sér sjálfir sem er hentugur kostur fyrir 10 manns eða fleiri.
Við bjóðum einnig upp á súpu til fyrirtækja, sem kemur í súpupotti sem hitaður er á staðnum. Nýbakað brauð fyrir hópinn fylgir með ásamt heimagerðu pestó.
Pöntunarkerfið
Við erum með tvennskonar kerfi í gangi, annarsvegar pöntunarkerfi þar sem hver og einn starfsmaður pantar sína máltíð og hins pantanir í gegnum helgadis@hjahollu.is
Við höfum útbúð pöntunarkerfi sem er mjög einfalt í notkun og minnkar allt umstang við að ákveða hvað hver og einn ætlar að fá í hádegismat. Öflugt skýrslutól sendir yfirlit yfir pantanir starfsmanna reglulega til þeirra sem sjá um bókhaldið, svo mánaðarlegir útreikningar verða mun auðveldari. Reikningur ásamt yfirliti er sendur mánaðarlega.
Við erum með tvennskonar kerfi í gangi, annarsvegar pöntunarkerfi þar sem hver og einn starfsmaður pantar sína máltíð og hins pantanir í gegnum helgadis@hjahollu.is
Við höfum útbúð pöntunarkerfi sem er mjög einfalt í notkun og minnkar allt umstang við að ákveða hvað hver og einn ætlar að fá í hádegismat. Öflugt skýrslutól sendir yfirlit yfir pantanir starfsmanna reglulega til þeirra sem sjá um bókhaldið, svo mánaðarlegir útreikningar verða mun auðveldari. Reikningur ásamt yfirliti er sendur mánaðarlega.

Matseðill
Matseðill vikunnar kemur alltaf á fimmtudögum í tölvupósti og á honum er hægt að velja um .
Með því að breyta matseðlinum í hverri viku tryggjum við fjölbreytileika og úrvalið fyrir viðskiptavinina okkar. Verð er á réttunum fer eftir því hvort pantað er í einstaklings eða í gastro.
Matseðill vikunnar kemur alltaf á fimmtudögum í tölvupósti og á honum er hægt að velja um .
- Súpu (brauð og pestó fylgir með)
- Salat
- Kjúklingarétt
- Pizzu eða vefju
- Grænmetisrétt
- Veganrétt
- Fisk
- Samlokur (djús fylgir með)
Með því að breyta matseðlinum í hverri viku tryggjum við fjölbreytileika og úrvalið fyrir viðskiptavinina okkar. Verð er á réttunum fer eftir því hvort pantað er í einstaklings eða í gastro.

Fundir
Við bjóðum upp á ýmislegt spennandi fyrir fundi eða aðra viðburði.
Sem dæmi má nefna
Við bjóðum upp á ýmislegt spennandi fyrir fundi eða aðra viðburði.
Sem dæmi má nefna
- Samlokubakka
- Djúsar
- Hafraklattar
- Ávaxtabakki
- Grautar

Nánari upplýsingar í símar 896-5316 eða helgadis@hjahollu.is