Víkurbraut 62, 240 Grindavík
Í byrjun árs 2016 opnuðum við nýjan stað að Víkurbraut 62 í heimabæ Höllu, Grindavík
Við erum með opið frá 08:00 til 17:00 alla virka daga, eldhúsið lokar klukkan 15:00 en hægt að fá samlokur, kökur og fleira úr kælinum til lokunar.
Á laugardögum er sérstakur helgarmatseðill og opið frá 11:00 til 17:00, og þá lokar eldhúsið 16:30.
Á veitingastaðnum okkar er hægt að velja sömu rétti og eru á vikumatseðlinum okkar.
Einnig erum við með fastan samlokuseðil ásamt úrvali af djúsum, bústum, grautum og fleiru girnilegu.
Fastur réttur á okkar matseðli er svo þorskhnakkinn vinsælli, beint frá Grindavíkurhöfn. Léttsaltaður og borinn fram með hnetusalsa, soyasmjöri og sætkartöflumús - þennan má ekki láta fram hjá sér fara.
Samlokur / vefjur:
Kjúklingasamloka með piparrótarsósu, blaðlauk, tómötum, kjúkling, beikon og káli 1.290 kr
Pestómæjósamloka með hráskinku, papriku, tómötum, káli og pestómæjó 1.290 kr
Basilsamloka með fersku basil, avókadó, mozzarella, tómötum, kjúkling, beikon og basilolíu 1.390 kr
Dísa skvísa með pestómæjó, kjúkling, hráskinku, papriku, káli og basilolíu 1.290 kr
Bleikjuvefja með piparost, klettakáli, rauðlauk, tómötum, reyktri bleikju og avókadó 1.390 kr


